Talnagrunnur

Hvernig er best að merkja við atriði í valboxi


Það þarf að merkja við a.m.k. eitt atriði í valboxi til að hægt sé að sýna niðurstöður. Ef skoða á eina eða tvær breytur skal einungis velja þær. Til þess að afhaka er ýtt á CTRL takkann og smellt á viðkomandi atriði með músinni. Til þess að velja allar línur í valboxi: - Smellið á efstu línuna. Ýtið svo samtímis á SHIFT og END takkana. Til þess að merkja við/afhaka línur í valboxi: - Ýtið á CTRL takkann um leið og þið vinstri smellið á valdar línur með músinni. Til þess að velja fleiri en eina línu í valboxi: - Merkið við línur með því að vinstri smella á músina og renna henni yfir valdar línur. Eða, veljið efstu línuna og ýtið svo á SHIFT takkann og örvatakkana á lyklaborðinu samtímis. - Merkið við línur. Til þess að leita að ákveðnu gildi í valboxi: - Veljið efstu línuna. Sláið svo inn upphafsstaf þess orðs sem leitað er að. Ef rétt lína kemur ekki strax upp, sláið aftur inn viðkomandi bókstaf þar til rétt niðurstaða kemur. Eða notið örvatakkana á lyklaborðinu eða músina til að leita frekar.