Dreifing launa fullvinnandi launafólks eftir launþegahópi, starfsstétt og kyni 2014-2021
Merkið við og veljið milli töflu á skjá og skráarforms. Hvernig best er að velja

Velja þarf a.m.k. eitt gildi fyrir hverja merkta breytu Veljið a.m.k eitt gildi

Ár Veljið a.m.k eitt gildi

Alls 8 Valið

Leita í texta

Launþegahópur Veljið a.m.k eitt gildi

Alls 5 Valið

Leita í texta

Starfsstétt Veljið a.m.k eitt gildi

Alls 11 Valið

Leita í texta

Kyn Veljið a.m.k eitt gildi

Alls 3 Valið

Leita í texta

Laun og vinnutími Veljið a.m.k eitt gildi

Alls 5 Valið

Leita í texta

Eining Veljið a.m.k eitt gildi

Alls 17 Valið

Leita í texta


Fjöldi valinna reita er:(Hámarksfjöldi er 100.000)

Framsetning á skjá takmarkast við 1.000 línur og 300 dálka


Fjöldi valinna reita er yfir hámarki 100.000
Tengiliður og upplýsingar

Upplýsingar um töflu

Eining
Þúsundir króna
Síðast uppfært
27.4.2022
Könnun
Launarannsókn Hagstofu Íslands sem er úrtaksrannsókn
Heimild
Hagstofa Íslands
Skrá
VIN02004
Skýringar

Skýringar

Bráðabirgðaniðurstöður.
Laun eru endurgjald sem einstaklingur fær greitt frá vinnuveitanda fyrir vinnu sína.
Laun eru mánaðarlaun í þúsundum króna.
Greiddar stundir eru mánaðarlegar stundir.
Niðurstöður byggja á launarannsókn Hagstofu Íslands sem er úrtaksrannsókn.
Niðurstöður ná til eftirfarandi atvinnugreina á almennum markaði: Framleiðsla (C), rafmagns-, gas- og hitaveitur (D), vatnsveita, fráveita, meðhöndlun úrgangs og afmengun (E), byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð (F), heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum (G), flutningur og geymsla (H), upplýsingar og fjarskipti (J), fjármála- og vátryggingastarfsemi (K). Í atvinnugrein J vantar upplýsingar um lítil fyrirtæki og fyrirtæki á sviði upplýsingatækni.
Árið 2018 bættist atvinnugreinin rekstur gististaða og veitingarekstur (I) í gagnasafnið sem niðurstöður byggja á. Við samanburð á milli ára verður að hafa í huga að gagnasafn hefur breyst. T.d. á árinu 2021 var hefur gagnasafnið stækkað einkum í atvinnugreinum mannvirkjagerð (F) og verslun (G).
Atvinnugreinarnar opinber stjórnsýsla og varnarmál; almannatryggingar (O), fræðslustarfsemi (P) og heilbrigðis- og félagsþjónusta (Q) byggja eingöngu á úrtaki opinberra starfsmanna, þ.e. starfsmanna ríkis og sveitarfélaga. Þeir eru um 95% þýðis í O, tæplega 90% í P og 80% í Q. Að auki eru í gagnasafninu starfsmenn ríkis og sveitarfélaga í öðrum atvinnugreinum en þeirra stærst er menningar-, íþrótta- og tómstundastarfsemi (R). Ekki eru birtar upplýsingar um atvinnugreinina sérstaklega þar sem að í launarannsókn vantar upplýsingar um almennan markað sem er um 50% atvinnugreinarinnar.
Einstaklingur telst fullvinnandi ef samanlagður fjöldi greiddra stunda í dagvinnu (þ.e. fyrir dagvinnu og vaktavinnu) er a.m.k. 90% af mánaðarlegri dagvinnuskyldu. Mánaðarleg dagvinnuskylda er breytileg eftir kjarasamningum en algengast er að hún sé á bilinu 159,3 til 173,3. Hafa þarf í huga að samningar um styttingu vinnutímans komu til framkvæmda á árinu 2020 á almennum vinnumarkaði en á árinu 2021 hjá opinberum starfsmönnum. sjá frétt https://www.hagstofa.is/utgafur/frettasafn/laun-og-tekjur/laun-2020/
Til þess að upplýsingar um ákveðna hópa séu birtar þurfa að vera að minnsta kosti 50 einstaklingar í þremur rekstrareiningum í hópnum.
Niðurstöður ná til einstaklinga 18 ára og eldri í gagnasafni launarannsóknar.
Launþegahópur
Stuðst er við evrópska þjóðhagsreikningastaðalinn ESA 2010 við ákvörðun um skiptingu vinnumarkaðarins í almennan vinnumarkað og opinbera starfsmenn. Opinberir starfsmenn teljast þeir sem vinna hjá ‚hinu opinbera‘ (S.13). Til hins opinbera telst rekstur ríkis og sveitarfélaga sem er undir stjórn þeirra og er rekinn að meiri hluta fyrir skatttekjur. Aðrir teljast þá til almenns vinnumarkaðar, þar með talið fyrirtæki í eigu opinberra aðila sem rekin eru að meiri hluta fyrir tekjur af sölu á vöru eða þjónustu.
Starfsstétt
Starfsstéttir eru samkvæmt Ístarf95 flokkunarkerfinu. Að auki er tveimur stéttum bætt við, en það eru starfsstéttirnar iðnaðarmenn og verkafólk: Iðnaðarmenn eru í starfsstéttum 7, 8 og 9 og með stöðutölu 2 eða 3 (iðnmenntaðir eða iðnmenntaðir verk- og flokksstjórar); verkafólk er í starfsstéttum 7, 8 og 9 og með stöðutölu 0 eða 1 (almennt starfsfólk eða verk- og flokksstjórar).
Eining
Hlutfallstölurnar sýna hvar mörkin liggja á milli tíundahluta. Þannig eru 50% launamanna með lægri laun en gildið í dálkinum 50%.
Ár
2018
Árið 2018 bættist atvinnugreinin rekstur gististaða og veitingarekstur (I) í gagnasafnið sem niðurstöður byggja á. Hafa verður þetta í huga við samanburð á milli ára að gagnasafnið hefur breyst og breytingar á milli ára geta meðal annars verið vegna breyttrar samsetningar gagnasafnsins.
Laun og vinnutími
Grunnlaun
Grunnlaun eru greidd mánaðarlaun fyrir dagvinnu, grunndagvinnulaun, án allra aukagreiðslna.
Í einhverjum tilfellum eru launamenn með fastlaunasamninga og eru þá öll greidd laun færð sem grunnlaun í launakerfi. Í slíkum samningum er ekki haldið utan um yfirvinnugreiðslur eða aðrar launagreiðslur sérstaklega. Fastlaunasamningar finnast í öllum starfsstéttum en eru algengastir hjá stjórnendum og sérfræðingum.
Regluleg laun
Regluleg laun eru greidd mánaðarlaun fyrir umsaminn vinnutíma hvort sem um er að ræða dagvinnu eða vaktavinnu. Í þessum launum eru hvers konar álags- og bónusgreiðslur sem tilheyra launaliðum sem eru gerðir upp á hverju útborgunartímabili hjá launagreiðanda. Dæmi um slíkar greiðslur geta verið föst yfirvinna, fastar álagsgreiðslur, bónusar í framleiðslu, sölubónusar, vaktaálag og eftirvinna. Regluleg laun hlutastarfsfólks eru umreiknuð í laun fyrir fullt starf.
Við samanburð á reglulegum launum milli starfa eða starfsstétta er gott að hafa í huga að í þeim störfum þar sem fastlaunasamningar eru algengir eða föst yfirvinna þá er ekki sérstaklega haldið utan um yfirvinnugreiðslur í launakerfi og eru þær greiðslur því hluti af reglulegum launum.
Regluleg heildarlaun
Regluleg heildarlaun eru regluleg laun að viðbættum launum fyrir mælda yfirvinnu.
Heildarlaun
Heildarlaun eru öll laun einstaklingsins, þ.e. regluleg heildarlaun auk ýmissa óreglulegra greiðslna s.s. orlofs- og desemberuppbótar, eingreiðslna, ákvæðisgreiðslna og uppgjörs vegna uppmælinga. Við útreikninga er hvorki tekið tillit til hlunninda né akstursgreiðslna.
Greiddar stundir
Greiddar stundir eru mánaðarlegar stundir fullvinnandi einstaklinga, í dagvinnu, vaktavinnu, eftirvinnu, uppmælingum eða yfirvinnu. Til að umreikna mánaðarstundir í vikustundir þarf að deila í greiddar stundir með (52/12).
Greiddar stundir geta falið í sér bæði vanmat og ofmat á unnum stundum. Til að mynda getur verið vanmat á unnum stundum hjá þeim launamönnum sem eru með fastlaunasamninga en þá eru yfirvinnulaun hluti af föstum launum starfsmanna og yfirvinnutímar ekki skráðir í launakerfi. Ofmat á unnum stundum er fyrst og fremst vegna greiddra stunda í veikindum og orlofi auk þess sem að í einhverjum tilfellum er launauppbót greidd í formi fastra yfirvinnutíma án þess að tímarnir séu unnir.
Eining
Tíundastuðull
Tíundastuðullinn sýnir hlutfallið á milli heildarlaunasummu þeirra launþega sem tilheyra efsta tíundahluta og neðsta tíundahluta.
Fjórðungastuðull
Fjórðungastuðullinn sýnir hlutfallið á milli heildarlaunasummu þeirra launþega sem tilheyra efri fjórðungi og neðri fjórðungi.
Hlutfall undir meðaltali
Hlutfall launþega með laun undir meðaltali.
Fjöldi athugana
Fjöldi athugana í gagnasafni launarannsóknar.
Vægi
Vægi athugana í safninu sem niðurstöður byggja á. Vægið byggir á fjölda athugana vegnum með vog launarannsóknar. Þannig fær launamaður annars vegar vog fyrirtækisins sem hann starfar hjá og hins vegar vog miðað við fjölda mánaða sem hann starfar. Þetta er gert til þess að láta úrtakið endurspegla sem best þýði launarannsóknar sem eru starfsmenn hjá fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum með fleiri en 10 starfsmenn.