Talnagrunnur
The 3 steps are Choose table, Choose variable and Show result. You are currently at Velja breytu

Óleiðréttur launamunur kynjanna 2008-2022

Velja breytur

17.8.2023
%
Hagstofa Íslands
VIN02010
Now you have come to the page, Choose variable. This page give you the oportunity to select which variables and values you want to display in your result of the table. A variable is a property of a statistical unit. The page is divided into several boxes, one for each variable, where you can select values by click to highlight one or more values. It always starts with the statistics variable which is the main value counted in the table.
Field for searching for a specific value in the list box. This is examples of values you can search for.2008 , 2009 , 2010 ,

Valið 1 Alls 15

Field for searching for a specific value in the list box. This is examples of values you can search for.Alls , Alls - án opinberrar stjórnsýslu (O) , Almennur vinnumarkaður ,

Valið 0 Alls 32

Valið 0 Alls 3

Fjöldi valinna reita er:
(Hámarksfjöldi er 100.000)

Framsetning á skjá takmarkast við 10.000 línur og 100 dálka

Fjöldi valinna reita er yfir hámarki 100.000
Útreikningur á óleiðréttum launamun kynjanna byggir á aðferðarfræði Structure of Earnings Survey hagstofu Evrópusambandins Eurostat. Við útreikning á óleiðréttum launamun kynjanna er stuðst við mánaðarlaun í októbermánuði á hverju ári. Mánaðarlaun byggja á föstum reglulegum greiðslum auk yfirvinnu. Óreglulegar greiðslur sem falla til í október eru undanskildar í útreikningum. Þessi skilgreining er sambærileg við regluleg heildarlaun í öðrum útgáfum Hagstofu Íslands. Sá launamunur sem er birtur hér er skilgreindur sem óleiðréttur þar sem ekki er tekið tillit til skýringarþátta sem geta haft áhrif á laun einstaklinga. Dæmi um slíka þætti eru starf, menntun, aldur, starfsaldur og fleira. Með því að reikna óleiðréttan launamun á þennan hátt fæst ákveðin mynd af launamyndun kynjanna á vinnumarkaði sem skýrist að hluta til af þeim þáttum sem á undan eru taldir. Niðurstöður eru endurreiknaðar á fjögurra ára fresti þegar niðurstöður Structure of Earnings Survey liggja fyrir. Síðast 2020.

Hópur

Stuðst við evrópska þjóðhagsreikningastaðalinn ESA 2010 við ákvörðun um skiptingu vinnumarkaðarins í almennan vinnumarkað og opinbera starfsmenn. Opinberir starfsmenn teljast þeir sem vinna hjá „hinu opinbera“ (S.13). Til hins opinbera telst rekstur ríkis og sveitarfélaga sem er undir stjórn þeirra og er rekinn að meiri hluta fyrir skatttekjur. Aðrir teljast þá til almenns vinnumarkaðar, þar með talið fyrirtæki í eigu opinberra aðila sem rekin eru að meiri hluta fyrir tekjur af sölu á vöru eða þjónustu.

Hópur

Atvinnugreinar (C,D,G,H,I,J,K,O,P,Q) byggja á íslenskri atvinnugreinaflokkun ÍSAT08. Ekki eru birtar tölur um atvinnugreinarnar vatns- og fráveita, meðhöndlun úrgangs (E) og byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð (F) þar sem hlutfall kvenna í þessum atvinnugreinum er mjög lágt. Þær vega hins vegar inn í heildina.

Hópur

Starfsstéttir (1,2,3,4,5,7,8,9) byggja á íslenskri starfaflokkun ÍSTARF95. Ekki eru birtar tölur um starfsstéttina iðnaðarmenn þar sem hlutfall kvenna í henni er mjög lágt.

Ár

2018

Árið 2018 bættist atvinnugreinin rekstur gististaða og veitingarekstur (I) í gagnasafnið sem niðurstöður byggja á. Þessi breyting getur haft áhrif á heildarniðurstöður og niðurstöður innan hópa.

2019

Bráðabirgðartölur

2020

Bráðabirgðartölur

2021

Bráðabirgðartölur

Hópur

Alls - án opinberrar stjórnsýslu (O)

Þessi hópur er notaður í samanburði Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins.

Mæling

Launamunur

Reiknað er meðaltal tímakaups karla annars vegar og kvenna hins vegar innan hvers hóps. Mismunur þess sem hlutfall af tímakaupi karla er túlkað sem óleiðréttur launamunur. Sérstaklega ber að athuga að greidd laun fyrir yfirvinnu og fjöldi yfirvinnustunda er inni í útreikningum en hver yfirvinnustund er að jafnaði dýrari en hver stund í dagvinnu. Því meiri yfirvinna sem er inni í laununum, því hærra verður tímakaupið.
(reglulegt heildartímakaup karla - reglulegt heildartímakaup kvenna)/reglulegt heildartímakaup karla.

Tímakaup karla

Meðaltal tímakaups karla innan hvers hóps námundað að næsta tug.

Tímakaup kvenna

Meðaltal tímakaups kvenna innan hvers hóps námundað að næsta tug.