Talnagrunnur
The 3 steps are Choose table, Choose variable and Show result. You are currently at Velja breytu

Lágtekjuhlutfall heimila eftir stöðu á húsnæðismarkaði 2004-2023

Velja breytur

8.1.2025
Hlutfall/fjöldi
2004-2023
LIF01134
Now you have come to the page, Choose variable. This page give you the oportunity to select which variables and values you want to display in your result of the table. A variable is a property of a statistical unit. The page is divided into several boxes, one for each variable, where you can select values by click to highlight one or more values. It always starts with the statistics variable which is the main value counted in the table.
Field for searching for a specific value in the list box. This is examples of values you can search for.2004 , 2005 , 2006 ,

Valið 1 Alls 20

Valið 0 Alls 3

Valið 0 Alls 3

Fjöldi valinna reita er:
(Hámarksfjöldi er 100.000)

Framsetning á skjá takmarkast við 10.000 línur og 100 dálka

Fjöldi valinna reita er yfir hámarki 100.000
Gildin fyrir árin 2021-2023 eru bráðabirgðatölur. Lágtekjumörk er sú upphæð sem samsvarar 60% af miðgildi ráðstöfunartekna á neyslueiningu í viðkomandi landi. Einstaklingar sem eru undir lágtekjumörkum búa þannig á heimilum þar sem ráðstöfunartekjur á neyslueiningu eru lægri í samanburði við önnur heimili í landinu, eða undir 60% af miðgildi ráðstöfunartekna á neyslueiningu. Þegar talað er um lágtekjuhlutfall er verið að vísa í hlutfall einstaklinga sem eru undir lágtekjumörkum. Ráðstöfunartekjur eru samanlagðar heildartekjur allra heimilismanna á mánuði eftir að skattur hefur verið dreginn frá. Greiðslur úr félagslega kerfinu eru meðtaldar. Hagnaður af sölu hlutabréfa og verðbréfa telst ekki til ráðstöfunartekna samkvæmt skilgreiningu Evrópusambandsins og þar með í lífskjararannsókninni. Aðrar fjármagnstekjur, svo sem vaxtatekjur og arður af hlutabréfum, teljast hins vegar til ráðstöfunartekna. Ráðstöfunartekjur á neyslueiningu eru upphæð ráðstöfunartekna heimilis með tilliti til heimilisstærðar. Heimilisstærð er mæld í svokölluðum neyslueiningum og við útreikning á þeim er notast við jafngildiskvarða OECD (e. modified OECD equivalence scale). Kvarðinn tekur tillit til þeirrar hagkvæmni sem fæst þegar fleiri en einn búa undir sama þaki og gerir auk þess ráð fyrir því að útgjöld vegna barna séu lægri en útgjöld vegna fullorðinna.
Ráðstöfunartekjur á neyslueiningu eru reiknaðar á eftirfarandi hátt:
1. Heildartekjur heimilisins eru reiknaðar með því að leggja saman ráðstöfunartekjur allra heimilismanna.
2. Hverjum heimilismanni er gefið gildi samkvæmt OECD-jöfnunarskalanum. Fyrsti fullorðni einstaklingurinn á heimilinu fær gildið 1,0 en aðrir einstaklingar 14 ára eða eldri fá gildið 0,5 hver og börn yngri en 14 ára fá gildið 0,3 hvert. Gildin eru svo lögð saman til að fá jafnaða heimilisstærð, eða neyslueiningar. Heimili með tvo fullorðna og tvö ung börn fær þannig gildið 2,1 (1,0 + 0,5 + 0,3 + 0,3).
3. Ráðstöfunartekjur á neyslueiningu eru fengnar með því að deila heildartekjum heimilisins með neyslueiningum. Niðurstöðunni er svo úthlutað til allra heimilismanna.
Hjón með ung tvö börn sem hafa 500 þúsund krónur í ráðstöfunartekjur á mánuði hafa 238 þúsund krónur í ráðstöfunartekjur á neyslueiningu (500.000 kr. / 2,1).

Eining

95% öryggisbil (+/-)

Lífskjararannsóknin er úrtaksrannsókn og því gert ráð fyrir óvissu í niðurstöðum. Með því að reikna öryggisbil (e. confidence interval) er lagt mat á hversu nákvæmlega úrtaksgildið segir til um hið raunverulega gildi í þýðinu. Með 95% öryggi liggur þýðismeðaltalið á milli efri markanna og neðri markanna.

Áætlaður fjöldi heimila

Tölur um áætlaðan fjölda eru námundaðar að næsta hundraði.