The 3 steps are Choose table, Choose variable and Show result. You are currently at Velja breytu

Hvalveiðar og útflutningur hvalafurða 1863-2018

Velja breytur

21.3.2019
Ýmsar
SOG16010
Now you have come to the page, Choose variable. This page give you the oportunity to select which variables and values you want to display in your result of the table. A variable is a property of a statistical unit. The page is divided into several boxes, one for each variable, where you can select values by click to highlight one or more values. It always starts with the statistics variable which is the main value counted in the table.
Field for searching for a specific value in the list box. This is examples of values you can search for.Fjöldi rekstraraðila , Fjöldi hvalveiðiskipa , Heildarfjöldi hvala ,

Valið 0 Alls 23

Field for searching for a specific value in the list box. This is examples of values you can search for.1863 , 1864 , 1865 ,

Valið 0 Alls 156

Fjöldi valinna reita er:
(Hámarksfjöldi er 100.000)

Framsetning á skjá takmarkast við 10.000 línur og 100 dálka

Fjöldi valinna reita er yfir hámarki 100.000
Tölur um umfang hvalveiða við Ísland 1863–2018 eru sýndar í meðfylgjandi veftöflu sem samantekt nokkurra þátta sem einkum snerta hvalveiðar sem atvinnugrein.
1863-1915: Hvalveiðar voru eingöngu stundaðar af Norðmönnum þar til Alþingi bannaði þær árið 1915. Tölur um veiðar á þessu tímabili ná því til norskra hvalveiðibáta eingöngu. Opinberar hagtölur um hvalveiðar Norðmanna við Íslandsstrendur eru um margt brotakenndar eða ónákvæmar og var vinnsla slíkra upplýsinga ekki gerð með skipulegum hætti á þeim tíma þegar Norðmenn stunduðu hvalveiðar við Ísland. Því hafa rannsakendur og vísindamenn í ýmsum fræðigreinum reynt að leggja mat á umfang þessara veiða, meðal annars á umhverfisleg og hagræn áhrif veiðanna, t.d. framlag þeirra til landsframleiðslu Íslendinga. Í meðfylgjandi töflu hefur þótt nauðsynlegt að leggja mat á hina tölulegu niðurstöður, sérstaklega þegar þeim ber mikið á milli. Að sumu leyti finnast eðlilegar skýringar á því misræmi sem tölurnar bera með sér. Taka þarf því með varúð að oftúlka ekki þær niðurstöður sem meðfylgjandi tafla sýnir. Mesta misræmið í tölum um hvalveiðar Norðmanna við Ísland kemur fram í tölum um skráðan útflutning samkvæmt verslunarskýrslum og tollaðs útflutnings sömu vara. Á þetta er bent í einni af verslunarskýrslunum og ítrekað oftar en einu sinni: „Mest er ósamkvæmnin milli tollskýrslnanna og verslunarskýrslnanna að því er snertir síld, hvallýsi og aðrar afurðir af hvalveiðum. Síldveiði og hvalveiði er, eins og kunnugt er, mestmegnis rekin hér við land af útlendingum, einkum þó hvalveiðarnar. Útlendingar þessir skoða afurðirnar af veiðiskap, eigi sem íslenska verslunarvöru og eftirlitið af hálfu hlutaðeigandi lögreglustjóra með verslunarskýrslunum er hinsvegar eigi allstaðar eins rækilegt og vera bæri.“ (1901)
Eins og lesa má úr ofangreindri tilvitnun kölluðu veiðar útlendinga við Ísland á þörfina fyrir afmörkun þeirra framleiðsluvara sem skráðust sem vöruútflutningur frá Íslandi eða ekki. Hér verður ekki leyst úr þessum álitaefnum heldur fyrst og fremst bent á augljósan mun milli skráðs útflutnings í verslunarskýrslum og niðurstaðna samkvæmt tollskýrslum og öðrum heimildum sem greina frá umsvifum Norðmanna við Íslandsstrendur. Þar undir falla ýmis rit og greinar fræðimanna um þessar hvalveiðar. Hér í meðfylgjandi töflu er fléttað saman opinberum skýrslum, hagtölum og tölulegum niðurstöðum fræðimanna til að varpa sem víðustu ljósi á hvalveiðar Norðmanna við Íslandsstrendur á tímabilinu 1863-1915 auk síðari tíma. Opinberar skýrslur greina ekki frá tegundum veiddra hvala í heild en heimildir um einstakar hvalveiðistöðvar greina frá hvalategundum. Er því varasamt án bættra upplýsinga að draga nákvæmar ályktanir um tegundaskiptingu veiddra hvala við Ísland, a.m.k fram til 1935.
1916-1934: Hvalveiðar sem atvinnurekstur var bannaður. Á þessu tímabili sýna verslunarskýrslur Hagstofunnar lítils háttar útflutning hvalafurða sem vert er að halda til haga. Samkvæmt sérstökum upplýsingavef Hafrannsóknarstofnunar um hrefnu voru hrefnuveiðar stundaðar sem aukabúgrein með hefðbundnum fiskveiðum og voru ekki háðar veiðitakmörkunum til ársins 1974 en frá þeim tíma þurfti sérstakt leyfi til veiðanna. Útfluttar hvalafurðir áranna 1916-1934 má telja að rekja megi helst til umræddra hrefnuveiða. Útflutt magn hvalafurða á þessum árum var afar lítið.
1935-1939: Árið 1935 hófu Norðmenn í félagi við Íslendinga hvalveiðar að nýju. Hvalstöðin var staðsett á Tálknafirði en heimsstyrjöldin síðari batt endi á starfsemina.
1940-1947: Hvalveiðar í atvinnuskyni lágu niðri.
1948-1990: Árið 1948 hóf íslenska félagið Hvalur hf. hvalveiðar með starfsemi í Hvalfirði og hélt þeim allt þar til íslensk stjórnvöld settu bann við hvalveiðum árið 1990. Árin 1986–2005 voru engar hvalveiðar leyfðar í atvinnuskyni en á tímabilinu 1986-1989 voru hvalveiðar leyfðar með sérstöku leyfi Sjávarútvegsráðuneytisins. Opinberar skýrslur sundurgreina fjölda veiddra hvala eftir tegund að hrefnu undanskilinni eins og áður greindi. Heildarfjöldi veiddra hvala 1948–1973 er án hrefnu og því ekki sambærilegur við tímabilið 1974 og síðar. Fram til 1974 eru heildartölur um hvalveiðar við Ísland því þeim takmörkunum háðar að þær sýna fyrst og fremst afrakstur hvalveiða í atvinnuskyni.
Skýringar við einstök atriði í veftöflunni.
1890-1980: Verðmætistölur eru sýndar í 1.000 gömlum krónum (gkr) en 1981-2018: í 1.000 nýkrónum (nkr).
Lýsistunna (=lýsisfat) vegur 170 kg.
Í tölum um útflutt hvalkjöt (saltað og fryst) er meðtalinn kjötkraftur.
Helstu heimildir.
Ársskýrslur Landsbanka Íslands 1935-1952.
Fiskifélag Íslands (Útvegur).
Fiskiskýrslur 1897–2018.
Hafrannsóknastofnun, upplýsingavefur um hrefnu.
Hvalur hf., skrifstofa.
Jón Jónsson, Hvalur og hvalveiðar við Ísland', grein í tímaritinu Ægir, 1964, bls. 395–405.
Níels Ingvarsson, 'Gluggað í sögu hvalveiðanna.', Ægir, 1979, bls. 598-602.
Skýrsla Hafrannsóknarstofnunar, Fjölrit nr 146, bls. 159.
Smári Geirsson: Stórhvalaveiðar við Ísland til 1915. útg. 2015.
Stjórnartíðindi C-deild 1883–1896.
Trausti Einarsson, Hvalveiðar við Ísland 1600-1939, 1987. Í ritröðinni Sagnfræðirannsóknir, 8. bindi.
Trausti Einarsson: 'Erlent fjármagn í hvalveiðum við Ísland og tekjur landsmanna af þeim 1883-1915.' Grein í ritinu Landshagir, Þættir úr íslenskri atvinnusögu, 1986, bls. 33-53.
Verslunarskýrslur 1912-1987.
Þjóðhagsreikningar 1901-1945. Í ritröð Þjóðhagsstofnunar, Þjóðhagsreikningaskýrslur, nr. 10. Útg. 1992. [Aðalhöfundur: Torfi Ásgeirsson hagfræðingur].